um okkur
Matkráin er í eigu Guðmundar og Jakobs sem stofnuðu
og ráku hið virta veitingahús Jómfrúna í Reykjavík.
Eftir fjögurra ára hlé ákváðu þeir að byrja að nýju með því að innrétta og hanna þetta ágæta veitingahús í hjarta Hveragerðis.
Matkráin er veitinga- og kaffihús með norrænar áherslur í mat og drykk. Einnig gætir skandinavískra áhrifa í innréttingum og eflaust líka í þeirri stemningu sem hér ríkir.
Þetta er staður til að njóta smurbrauðs, aðal- og eftirrétta,
byggða á norrænum hefðum úr íslensku gæðahráefni.
Eigendur Matkráarinnar hafa síðast liðin 25 árin verið ötulir
við að kynna ekki síst danskar hefðir í mat og drykk s.s. rauðsprettu á brauði, purusteik, „jólaplattann“ að ógleymdri
hinni heilugu þrenningu: smurbrauð, öl og snaps.
Matkráin rekur einnig veisluþjónustu fyrir fyrirtæki,
stofnanir og alla sælkera.
Nu skal hygge sig.